miðvikudagur, 16. október 2013

Tónlist og teymi

"I’m the man on the mountain, come on up"

Þó ég hafi alist upp við Bítlana, þá var Bítlasafnið að finna í plötuskáp foreldra minna, en Stones uppgötvaði ég sjálfur á mótunarárunum og þeir hafa fylgt mér síðan.  Sumir fatta ekki snilldina, finnst tónlistin einhæf og einföld.  Sem er rangt út af fyrir sig, en það skiptir ekki máli, misjafn er smekkur manna og tónlist er smekksatriði.  

Hins vegar fæ ég mikið út úr því að spá í The Rolling Stones í sögulega samhengi, varðandi tónlist og tíðaranda, hópanda og eftiröpun annarra áhrif á aðra tónlistarmenn.  

Rolling Stones eru frábært dæmi um teymisvinnu sem skilar ótrúlegum útkomum, oft er sagt að bandið sé skólabókardæmi um það þegar heildin er stærri en hlutirnir sem mynda hana, "the sum is greater than the parts".

Meira um það síðar.Engin ummæli:

Skrifa ummæli